Erlent

Nektarmynd af konu Sarkozy

Carla Bruni og Nicholas Sarkozy í bakgrunni.
Carla Bruni og Nicholas Sarkozy í bakgrunni. MYND/AFp

Mynd af Cörlu Bruni nýbakaðri eiginkonu Nicholas Sarkozy forseta Frakklands gæti skyggt á fyrstu opinberu heimsókn forsetans til Bretlands í dag. Hjónakornin eru á leið þangað fyrir viðræður milli Sarkozy og Gordon Brown forsætisráðherra Breta.

Leiðtogafundurinn mun fjalla um kjarnorkustöðvasamning og ólöglega innflytjendur. Talið er að umræða slúðurblaða um myndina af ítölsku fyrirsætunni muni yfirgnæfa fréttir af viðræðunum. Svart-hvíta myndin sýnir Bruni þar sem hún stendur nakin með hendurnar á mjöðmum. Hún var tekin af Michel Comte ljósmyndara og er búist við að fyrir hana fáist rúmlega 300 þúsund krónur á uppboði í New York 10. apríl.

Það er kannski ekki óvanalegt að fyrirsætur sitji fyrir naktar. Jayne Secker fréttamaður Sky segir að Christies uppboðsfyrirtækið hafi verið gagnrýnt fyrir myndina, en þeir segi að myndin sé virðulegur listmunur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×