Erlent

Norður-Kóreumenn minna á sig

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/AP

Spenna virðist vera að magnast á milli stjórnvalda í Norður-Kóreu og nágrannaríkinu Suður-Kóreu eftir að þau fyrrnefndu skutu tilraunaflaug út á Gulahaf í nótt.

Flauginni var skotið daginn eftir að Norður-Kóreumenn höfðu vísað suður-kóreskum erindrekum frá sameiginlegri verksmiðju landanna í Norður-Kóreu. Það var gert í kjölfar þess að yfirvöld í Seoul höfðu hvatt nágranna sína í Norður-Kóreu til þess að bæta mannréttindi og virða samkomulag um kjarnorkuafvopnun.

Stjórnvöld í Suður-Kóreu segja eldflaugaskot nágrannanna hluta af heræfingu en sérfræðingar segja þetta meðal annars til marks um gremju Norður-Kóreumanna með nýja stjórn í nágrannaríkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×