Erlent

Blikur á lofti á bandarískum húsnæðismarkaði

Ástandið hefur verið býsna dapurt hjá seljendum fasteigna í Bandaríkjunum.
Ástandið hefur verið býsna dapurt hjá seljendum fasteigna í Bandaríkjunum. MYND/AP

NEW YORK (Reuters) Ástandið á bandarískum húsnæðismarkaði er orðið verulegt áhyggjuefni þar í landi og hafa eignir hrunið í verði undanfarna mánuði og hrynja enn. Greiningarsérfræðingar telja sig þó sjá einhver merki bata í nánustu framtíð en sala eigna í sumum flokkum hefur þokast upp á við undanfarna þrjá mánuði eftir mjög dræmt tímabil þar á undan. „Við sjáum ýmis merki þess að markaðurinn sé a.m.k. ekki lengur í frjálsu falli, lækkað fasteignaverð er nauðsynlegt meðal til að vinna gegn kreppuástandi," sagði Adam York, greiningarsérfræðingur í Norður-Karólínu.

Metlækkun varð á svokallaðri „10-City"-vísitölu húsnæðisverðs en lækkunin nam 11,4% síðasta árið og segir Eric Belsky hjá Húsnæðisrannsóknarstofnun Harvard-háskóla að fullsnemmt sé að segja að húsnæðisverð hafi náð lágmarki en á hinn bóginn sé salan hægt og bítandi að aukast og allar líkur á að það versta sé að baki. „Við erum jú auðvitað nálægt botninum enn þá og verðum að hafa það í huga að ein niðursveifla í hagkerfinu gæti stöðvað þennan bata snögglega," sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×