Erlent

Obama og Bush eru frændur

MYND/AP

Þótt ótrúlegt megi virðast þá eru núverandi forseti Bandaríkjanna, George Bush, og hugsanlegur verðandi forseti, Barack Obama, skyldir.

Að þessu hafa ættfræðingar vestan hafs komist með því að rannsaka amerískar kirkjubækur. Þar kemur í ljós að þeir eiga sameiginlegan forföður í tíunda ættlið, Samuel nokkurn Hinkley, sem lést árið 1662.

Ættfræðingar hafa einnig komist að því að Obama er jafnframt skyldur leikaranum Brad Pitt en keppinautur hans í forkosningum demókrata, Hillary Clinton, er hins vegar skyld kærustu Pitts, Angelinu Jolie.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×