Erlent

Sarkozy og Brown funda á Arsenal leikvanginum

Frakklandsforseti og frúin hans hittu Brown forsætisráðherra. Mynd/ AFP.
Frakklandsforseti og frúin hans hittu Brown forsætisráðherra. Mynd/ AFP.

Nicolas Sarkozy og eiginkona hans, Carla Bruni, eru komin til Downing strætis, þar sem Gordon Brown og Sarah, eiginkona hans, tóku á móti þeim.

Leiðtogarnir tveir munu svo fara á Arsenal leikvanginn, þar sem þeir munu ræða kjarnorkumál, málefni Afganistan og efnahagsmál í alþjóðlegu samhengi. Líklegt er að þeir muni ræða einhverjar lausnir varðandi ólöglega innflytjendur en Sarkozy vill að Evrópusambandið marki sér stefnu í þeim málum.

Bruni mun njóta félagsskapar Sarah Brown meðan á fundi leiðtoganna stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×