Erlent

Al-Sadr hvetur til friðar

Moqtada al-Sadr.
Moqtada al-Sadr.

Íraski klerkurinn Moqtada al-Sadr hvatti í dag stríðandi fylkingar til þess að leggja niður vop í Írak. Hörð átök hafa geisað á milli stuðningsmanna hans og íraskra öryggissveita í suðurhluta landsins og í höfuðborginni Bagdad.

„Við hvetjum til friðsælla mótmæla og viljum fara pólitískar leiðir að markmiðum okkar," hafði aðstoðarmaður klerksins eftir honum í viðtali við Reuters fréttastofuna. „Úthellum ekki írösku blóði." Forsætisráðherra Íraks sagði hins vegar í dag að ekki kæmi til greina að hefja friðarviðræður við al-Sadr og menn hans sem kallaðir eru Mehdi herinn.

Útgöngubanni hefur verið komið á í Bagdad vegna átakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×