Erlent

Sex meintir hryðjuverkamenn ekki ákærðir í Danmörku

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/AP

Ríkissaksóknari Danmerkur hefur ákveðið að falla frá því að ákæra sex manns sem handteknir voru í september síðastliðnum grunaðir um að leggja ráðin um hryðjuverk í Danmörku eða annars staðar.

Átta manns voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar sem náðu til ellefu staða í Kaupmannahöfn. Mennirnir sex, sem sleppa við ákærur vegna skorts á sönnunum, hafa ekki setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins en það hafa hins vegar þrír aðrir gert.

Þeir verða ákærðir í málinu. Tveir þeirra voru handteknir í rassíu lögreglunnar í september en sá þriðji nokkru síðar. Hann er ákærður fyrir að hvetja til þess að dönskum ríkisborgurum yrði rænt og þeir notaðir í skiptum fyrir félaga í fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×