Erlent

1300 þúsund ára gamall kjálkabein fannst á Spáni

Fornt kjálkabein. Mynd/ AFP.
Fornt kjálkabein. Mynd/ AFP.
Hluti úr kjálkabeini sem fannst í helli á Spáni er talið vera elstu leifar af forfeðrum manna sem fundist hafa í Evrópu.

Þessar leifar benda til þess að fólk hafi búið í álfunni miklu fyrr en áður var talið, að mati vísindamanna. Talið er að leifarnar, sem fundust á síðasta ári í Atapuerca í norðurhluta Spánar, ásamt steinverkfærum og dýrabeinum, séu allt að 1300 þúsund ára gamlar.

Það þýðir að þær séu um 500 þúsund árum eldri en fornleifar sem fundust árið 1997 og urðu til þess að tegundin frummaðurinn, sem er talinn vera forfaðir Neanderdalsmannsins, varð uppgötvuð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×