Erlent

Hussein greiddi ferð fyrir þrjá bandaríska þingmenn

Saddam Hussein greddi ferð fyrir þrjá bandaríska fulltrúadeildarþingmenn.
Saddam Hussein greddi ferð fyrir þrjá bandaríska fulltrúadeildarþingmenn.
Leyniþjónusta Saddams Husseins fjármagnaði ferð þriggja bandarískra þingmanna til Íraks skömmu fyrir innrás Bandaríkjahers í Írak fyrir fimm árum.

Í ákæru sem bandarískir fjölmiðlar birtu í gær er íraskur karlmaður sakaður um að hafa skipulagt ferðir þriggja fulltrúadeildarþingmanna til Írak í október 2002 á kostnað ríkisstjórnar Saddams. Saksóknarar segja að íraska leyniþjónustan hafi haft milligöngu um að greiða fyrir ferðina. Samkvæmt AP fréttastofunni var Bush stjórnin að sannfæra fulltrúadeild þingsins um að heimila hernaðaraðgerðir gegn Írak um það leyti sem ferðin var farin.

Þingmennirnir eru ekki nafngreindir í ákærunni en líklegt er að um sé að ræða þrjá þingmenn úr röðum demókrata. Þingmennirnir halda því fram að þeir hafi ekki vitað af því að Saddam hafi greitt fyrir ferðirnar. Enginn þeirra hefur verið kærður vegna málsins. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins segir að ekki sé ljóst að nokkur þeirra hafi vitað að Saddam hafi staðið að baki ferðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×