Erlent

Öryggissveitir Simbabve í viðbragðsstöðu vegna kosninga

Stuðningsmenn Morgan Tsvangirai stjórnarandstöðuleiðtoga á fjöldafundi í Harare.
Stuðningsmenn Morgan Tsvangirai stjórnarandstöðuleiðtoga á fjöldafundi í Harare. MYND/AFP

Öryggissveitir í Simbabve eru í viðbragðsstöðu af ótta við ofbeldi vegna forsetakosninga sem fara fram í landinu á laugardag. Sveitirnar munu einnig varna því að frambjóðendur lýsi yfir sigri í kosningunum áður en endanleg úrslit liggja fyrir.

Augustine Chihuri lögreglustjóri sagði Reuters fréttastofunni að frá og með deginum í dag yrðu allar varnar- og öryggissveitir tiltækar og í viðbragðsstöðu á meðan kosningunum stendur og eitthvað fram yfir þær.

Kosningarnar gætu bundið enda á 28 ára valdatíð Robert Mugabe forseta. Tveir bjóða sig fram gegn Mugabe á laugardag, Robert Tsvangirai stjórnarandstöðuleiðtogi og Simba Makoni fyrrverandi fjármálaráðherra. Mugabe hefur kallað mótframbjóðendur sína „nornir" og „svikahrappa".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×