Erlent

SÞ segja glæpasamtök á bakvið morð Hariri

Hermaður við auglýsingu eftir morðið á Hariri. Þar stendur á arabísku „Alþjóðadómstóll ... í þágu Líbanon.“
Hermaður við auglýsingu eftir morðið á Hariri. Þar stendur á arabísku „Alþjóðadómstóll ... í þágu Líbanon.“ MYND/AFP

Sönnunargögn benda til þess að Rafik Hariri fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon hafi verið myrtur af glæpasamtökum. Þetta er niðurstaða rannsóknarteymis Sameinuðu þjóðanna sem segir að glæpasamtök hafi fylgst með forsætisráðherranum í aðdraganda morðsins. Enginn er þó nafngreindur í því samhengi.

Hariri lést ásamt tuttugu og tveimur öðrum í bílasprengingu í Beirút árið 2005. Fyrri rannsóknir höfðu leitt getum að því að sýrlenskar og líbanskar leyniþjónustur hafi átt þátt í morðinu, en því hafa yfirvöld í Sýrlandi alfarið neitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×