Erlent

Tafir hjá British Airways í nýrri flugstöð á Heathrow

MYND/Teitur

Heldur brösuglega gekk hjá breska flugfélaginu British Airways á fyrsta degi nýrrar flugstöðvar á Heatrow-flugvelli í gær.

Alls varð félagið að aflýsa 34 flugferðum vegna ýmiss konar tafa, þar á meðal við öryggiseftirlit, og gisti hluti farþeganna sem átti bókað far í vélunum sem um ræðir í flugstöðvarbyggingunni. Talsverðrar óánægju gætti meðal farþega vegna þessa enda bauð flugfélagið þeim 100 pund, jafnvirði um 15 þúsund króna, til þess að greiða fyrir gistingu í nótt en gisting á nærliggjandi hótelum mun hafa kostað tvöfalda þá upphæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×