Erlent

Ný flugstöð á Heathrow flugvelli

Fimmta flugstöðin á Heathrow flugvelli í London var tekin í notkun í nótt þegar vél á vegum Brithish Airways, sem var að koma frá Hong Kong, lenti við hana.

Brithish Airways og rekstraraðili flugstöðvarinnar segja að með nýju flugstöðinni batni þjónusta við farþega og að flugáætlanir haldist betur. Hópur umhverfisverndunarsinna, sem berst gegn stækkunum flugvalla, stendur fyrir mótmælum í flugstöðinni klukkan ellefu. Þeir, ásamt íbúum í nágrenni við flugvöllinn, hyggjast koma í veg fyrir að enn ein flugstöðin og ný flugbraut verði opnuð á Heathrow.

Talsmenn rekstrarfélags flugvallarins segja að fólkið hafi rétt á því að mótmæla og segjast ekki gera ráð fyrir að farþegar verði fyrir ónæði vegna mótmælanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×