Erlent

Franskur raðmorðingi fyrir rétt

Fjölmargar stúlkur féllu fyrir hendi Fourniriet og Olivier. Mynd/ AFP.
Fjölmargar stúlkur féllu fyrir hendi Fourniriet og Olivier. Mynd/ AFP.
Réttarhöld hefjast í dag yfir franska raðmorðingjanum Michel Fourniret vegna morðs á sjö ungum konum í Frakklandi og Belgíu. Fourniret, sem er sextíu og fimm ára gamall, er jafnframt ákærður fyrir fjölmargar nauðganir. Eiginkona hans, Monique Olivier, er einnig ákærð fyrir aðild að morðunum. Fourniret er sakaður um að hafa myrt sex konur í Frakklandi og eina í Belgíu á árunum 1987 til 2003. Konurnar voru á aldrinum tólf til tuttugu og tveggja ára gamlar þegar þær voru myrtar. Fourniret hefur játað á sig morðin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×