Erlent

Neyðarfundur á írakska þinginu vegna ástandsins í Basra

Moqtada al-Sadr segist vilja pólitíska lausn á átökunum.
Moqtada al-Sadr segist vilja pólitíska lausn á átökunum. MYND/AP

Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá írakska þinginu til þess að reyna að binda enda á átök uppreisnarmanna úr röðum sjía og írakskra hersveita í borginni Basra.

Yfir 130 manns hafa fallið í borginni undanfarna daga í átökunum, en uppreisnarmennirnir tilheyra Mahdi-hersveitum sjíaklerksins Moqtada- al-Sadrs sem er harður andstæðingur Bandaríkjanna í Írak. Ástandið í borginni er sagt alvarlegt og farið er að bera á matar- og vatnsskorti.

Þessu til viðbótar hefur verið komið á útgöngubanni í Bagdad eftir að sprengjum rigndi yfir græna svæðið í borginni þar sem erlendar hersveitir halda sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×