Fleiri fréttir Nader fer í framboð Ralph Nader neytendafrömuður í Bandaríkjunum lýsti því yfir í dag að hann ætlaði aftur að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hann býður sig fram í nafni óháðra. 24.2.2008 17:48 Ber ekki saman um mannfall Talsmönnum stríðandi fylkinga við landamæri Tyrklands og Írak ber ekki saman þegar kemur að því meta mannfall í átökum á milli kúrdískra skæruliða og tyrkneska hersins. 24.2.2008 15:25 Ráðist á pílagríma 25 féllu og 45 til viðbótar særðust í árás sjálfsmorðssprengjumanns í bænum Iskandaria, fyrir sunnan Bagdad í morgun. 24.2.2008 13:36 Konur og börn mótmæla á Gazaströndinni Þúsundir kvenna og barna fylktu liði á Gazaströndinni í dag til að mótmæla þvingunaraðgerðum Ísraelsmanna. 23.2.2008 20:00 Serbar mótmæla í Kosovo Um tvö þúsund serbneskir íbúar í bænum Mitovica í Kósóvó mótmæltu í dag sjálfstæðisyfirlýsingu landsins. 23.2.2008 19:30 Nýr fjarskiptagervihnöttur á loft Japanar skutu í dag á loft gervihnetti sem ætlað er að umbylta fjarskiptaþjónustu í Austur-Asíu. 23.2.2008 19:00 79 Kúrdar hafa fallið í átökum við Tyrki Tyrknesk yfirvöld sögðu í dag að 79 kúrdískir uppreisnarmenn hefðu fallið í átökum við tyrkneska herinn í norðurhluta Írak síðan hersveitir fóru inn í landið á fimmtudagskvöld. Sjö tyrkneskir hermenn hafa fallið í sömu átökum að sögn yfirvalda. 23.2.2008 16:40 Tveir létust í Beit Hanoun Tveir Palestínumenn létust og sá þriðji særðist þegar ísraelskt flugskeyti sprakk í grennd við bæinn Beit Hanoun á Gaza ströndinni í morgun. 23.2.2008 14:24 Yfir 50 láta lífið í bardögum í Norður-Írak Að minnsta kosti fimm tyrkneskir hermenn hafa látið lífið í bardögum í Norður Írak frá því innrás tyrkja hófst á fimmtudaginn. Á sama tíma hafa um 50 kúrdískir skæruliðar fallið að sögn tyrkneska hersins. 23.2.2008 12:24 B-2 sprengjuflugvél hrapar til jarðar Bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-2, hrapaði við herstöð á eyjunni Guam í Kyrrahafinu í gær. 23.2.2008 12:21 Fjöldi heimila í Svíþjóð án rafmagns eftir óveður Yfir 50 þúsund heimili í Svíþjóð eru rafmagnslaus eftir að mikið óveður gekk yfir suðurhluta Skandinavíu í nótt. 23.2.2008 12:14 Sarkozy vill að Rasmussen verði leiðtogi ESB Nicholas Sarkozy, forseti Frakklands, vill heldur að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, verði nýr leiðtogi Evrópusambandins en Tony Blair en Jean-Claude Juncker. 22.2.2008 17:05 Bandaríkjamenn kalla sendiráðsfólk í Serbíu heim Bandaríska sendiráðið Belgrad í Serbíu hefur fyrirskipað tímabundinn brottflutning flestra starfsmanna sinna þaðan. Í gær réðust um eitt þúsund mótmælendur að sendiráðinu og lögðu að því eld. Mikil reiði ríkir meðal margra Serba vegna viðurkenningar Bandaríkjamanna á sjálfstæði Kosovo. 22.2.2008 16:38 Spitfire flugkonur heiðraðar Breskar konur sem ferjuðu Spirfire orrustlflugvélar í síðari heimsstyrjöldinni fá nú loks viðurkenningu fyrir störf sín. 22.2.2008 16:13 Lífstíðardómur fyrir morð á fyrirsætu Maður sem myrti unglingafyrirsætuna Sally Anne Bowman utan við heimili hennar í London hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Lík stúlkunnar sem var 18 ára fannst við hliðiná gám í Croydon í suðurhluta London í september 2005. 22.2.2008 15:38 Fiskistofnar nálgast hrun um allan heim Samspil ofveiða og loftslagsbreytinga gæti valdið hruni í fiskistofnum um allan heim á næstu áratugum, að sögn yfirmanns Umhverfisnefndar Sameinuðu þjóðanna. 22.2.2008 14:43 Breskur fjöldamorðingi fékk lífstíðarfangelsi Fjöldamorðinginn Steve Wright hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bretlandi fyrir að myrða fimm konur í Suffolk árið 2006. Dómurinn er sá þyngsti sem hægt er að kveða upp í landinu. Kviðdómur var minna en átta tíma að taka ákvörðun um að dæma Wright fyrir dauða kvennanna sem fundust í Suffolk og höfðu allar verið afklæddar og kyrktar. 22.2.2008 13:09 Leitað að flugvélinni í Andesfjöllum Enn er leitað að flaki flugvélarinnar sem brotlenti með 46 farþega innanborðs í afar slæmu veðri í Venesúela í gær. Björgunarsveitir leita í kulda í harðgerðu landslagi Andesfjalla en við sólarupprás hafði hvorki fundist tangur né tetur af vélinni. 22.2.2008 12:35 Ekki horfa á mig segir yfirmaður filippseyska herráðsins Æðsti hershöfðingi hersins á Filippseyjum sagði stjórnarandstöðunni í dag að hætta að hvetja hermenn til þess að taka undir kröfur um að Gloriu Macapagal Arrayo, forseta landsins verði steypt af stóli. 22.2.2008 11:49 ESB segir Serbum að vernda sendiráð Evrópusambandið hefur óskað eftir því að Serbía verndi erlend sendiráð í landinu eftir ofbeldi í Belgrad í gær. Serbar sem reiddust stuðningi vesturlanda við sjálfstæðisyfirlýsingu Kosovo kveiktu í bandaríska sendiráðinu og réðust á sendiráð Breta, Þjóðverja, Króata, Belga og Tyrkja. 22.2.2008 11:26 Báðir flugmennirnir sofandi Talið er að báðir flugmenn farþegaþotu á Hawaii hafi sofnað undir stýri á leiðinni frá Honolulu til Hilo, í síðustu viku. 22.2.2008 11:04 Gráúlfurinn ekki lengur talinn í útrýmingarhættu Gráúlfurinn sem lifir í norðurhluta Klettafjallanna í Bandaríkjunum er ekki talinn lengur í útrýmingarhættu. Hefur hann því verið tekinn af lista bandaríska innanríkisráðuneytisins um dýr í útrýmingarhættu. 22.2.2008 10:17 Clinton og Obama þræta í Texas Hillary Clinton sakaði í gær keppinaut sinn Barack Obama um pólitískan ritstuld í beinni sjónvarpsútsendingu. Obama gerði lítið úr ásökuninni og sagðist standa fyrir öruggum breytingum, aðferð Clinton væri hluti af „bjánalegum“ stjórnmálaslag. 22.2.2008 10:07 Orðin sjö barna móðir 16 ára gömul Sextán ára gömul stúlka í Argentínu hefur fætt þríbura, í annað sinn á ævi sinni. Stúlkan sem heitir Pamela átti fyrri þríbura sína þegar hún var 15 ára gömul en hún eignaðist fyrsta barn sitt, son, þegar hún var 14 ára. 22.2.2008 09:43 Tyrkir ráðast inn í Írak Tíu þúsund manna tyrkneskt herlið réðst í dag yfir landamæri Íraks til að ráðast á búðir skæruliða Kúrdiska verkamannaflokksins svonefnda. 22.2.2008 09:42 Gates segir að eldflugavarnakerfi Bandaríkjanna virki Robert Gates varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að eldflugavarnakerfi landsins virki. Velheppnað eldflugaskot gegn stjórnlausum njósnagervihnetti í vikunni sýni fram á þetta. 22.2.2008 09:30 Öldungardeildarþingmenn nauðlentu í Afganistan Þyrlur á vegum bandaríska hersins í Afganistan þurftu að nauðlenda í fjalllendi þar í gærkvöldi vegna blindbyls sem þær lentu í. Um borð í einni þyrlunni voru öldungardeildarþingmennirnir John Kerry, Jo Biden og Cuck Hagel. 22.2.2008 08:57 Alþjóðlegt átak gegn ólöglegum innflytjendum frá Afríku Evrópusambandið ætlar að koma af stað alþjóðlegu átaki til að stöðva straum ólöglegra innflytjenda frá Afríku til Evrópu. 22.2.2008 08:51 Fordæma árásina á bandaríska sendiráðið í Serbíu Árásirnar sem gerðar voru á bandaríska sendiráðið í Belgrað höfuðborg Serbíu og þrjú önnur sendiráð í borginni í gærkvöldi hafa verið fordæmd af Bandaríkjastjórn og Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 22.2.2008 08:46 Farþegaþota með 46 manns hrapaði í Venesúela Farþegaþota með 46 manns innanborðs harpaði til jarðar í fjalllendi í vesturhluta Vensúela í nótt. 22.2.2008 07:48 Dómari í Díönu-rannsókn varar við lítilsvirðingu Dómarinn yfir réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu hefur varað þá sem fjalla um málið við að lítilsvirða ekki réttinn. Mikill áhugi er á málinu á alþjóðavísu auk þess eru raddir um að hætta við rannsóknina að verða háværari. Það á sérstaklega við eftir umfjöllun um vitnisburð Mohamed Al Fayed faðir Dodi ástmanns prinsessunnar, og Sir Richard Dearlove fyrrverandi yfirmanns bresku leyniþjónustunnar MI6. 21.2.2008 15:36 McCain hafnar fréttum af framhjáhaldi Repúblíkaninn John McCain hefur hafnað fréttum dagblaðs um að hann hafi átt í óviðeigandi sambandi við konu sem var fulltrúi hagsmunasamtaka. McCain segir frétt New York Times um að náið samband þeirra hafi snúið honum á sveif með skjólstæðingum hennar væri röng og konan væri bara „vinur.“ 21.2.2008 15:23 Serbar mótmæla við landamæri Kosovo Hundruð fyrrverandi serbneskra hermanna hafa í morgun mótmælt sjálfstæði Kosovo með því að henda steinum að óeirðarlögreglu Kosovo við landamæri Kosovo og Serbíu. Fréttamaður Reuters á staðnum á staðnum greindi frá þessu. Kosovolögreglan fékk stuðnin Tekkneskra herdeilda í óeirðabúningum. 21.2.2008 15:11 Sterkur jarðskjálfti í Nevada Jarðskjálfti um 6,0 á Richter reið yfir Nevada klukkan 14:15 að íslenskum tíma í dag samkvæmt heimildum jarðfræðimælinga Bandaríkjanna. Upptök skjálftans voru 24 kílómetra suðaustur af Wells í Nevada. 21.2.2008 14:44 Bretar biðjast afsökunar á fangaflugi CIA David Miliband utanríkisráðherra Breta viðurkenndi á breska þinginu í dag að tvö fangaflug CIA með grunaða hryðjuverkamenn hefðu lent í á bresku svæði árið 2002. Í báðum tilfellum lentu vélarnar á Diego Garcia eynni á bresku yfirráðasvæði í Indlandshafi. 21.2.2008 13:10 Milljónir fylgdust með tunglmyrkva Á Stjörnufræðivefnum segir að tunglmyrkvar eigi sér stað þegar tunglið gengur inn í skugga jarðar á sama tíma og jörðin er stödd á milli sólar og tungls. 21.2.2008 13:00 Ólympíumót æskunnar 2010 í Singapúr Alþjóða ólympíunefndin tilkynnti í dag að fyrsta Ólympíumót æskunnar yrði haldið í Singapúr árið 2010. Nýju leikarnir eru hannaðir til að auka áhuga á Ólympíuleikum meðal unglinga. Singapúr hafði betur í baráttunni við Moskvu, sem var eini aðri keppandinn um að halda leikana. 21.2.2008 11:44 Kallað eftir hærra áfengisverði í Bretlandi Samtök lækna á Bretlandi hafa kallað eftir hærri sköttum á áfengi og banni við tilboðum á áfengum drykkjum til að berjast gegn óhóflegri áfengisdrykkju um helgar. Á fréttavef Sky segir að samtökin þrýsti nú á ríkisstjórnina að breyta lögum til að tryggja ábyrg verð á alkahóli. 21.2.2008 10:44 Útlit fyrir yfirburðasigur Medvedevs í Rússlandi Útlit er fyrir að Dimítrí Medved sigri með yfirburðum í rússensku forsetakosningunum sem fram fara 4. mars næstkomandi. 21.2.2008 10:18 Stúlka sem sást í Montpellier var ekki Madeleine Franska lögreglan segir að stúlka sem sást á veitingastað nálægt frönsku borginni Montpellier hafi ekki verið Madeleine McCann. Hollenskur ferðamaður hélt því fram að hann hefði séð stúlkuna í fylgd karlmanns. Lögregla tók myndir úr öryggismyndavélum veitingastaðarins til rannsóknar. 21.2.2008 10:11 Horta á batavegi Jose Ramos Horta, forseti Austur-Timor, er nú á batavegi eftir banatilræðið fyrr í mánuðinum. 21.2.2008 09:21 Segist hafa njósnað um hreyfingu Kasparovs fyrir FSB Rússneskur karlmaður, sem staddur er í Danmörku, heldur því fram að hann hafi starfað fyrir rússnesku leyniþjónustuna FSB og hafi haft það hlutverk að komast inn í stjórnmálahreyfingu Garrís Kasparpov, fyrrverandi heimsmeistara í skák. 21.2.2008 08:57 Bandarískir hermenn sakaðir um tvær nauðganir á Okinawa Vandræðagangur bandaríska herliðsins á japönsku eyjunni Okinawa heldur áfram og nú hefur annar hermaður verið ásakaður um nauðgun og er það annað tilvikið í þessari viku. 21.2.2008 08:21 Ítalskir vísindamenn finna G-blettinn Ítalskir vísindamenn segja að hægt sé að finna hinn dularfulla G-blett á konum með því að nota hátíðni-hljóðbylgjur. 21.2.2008 08:16 McCain átti í ástarsambandi við unga konu Bandaríska stórblaðið The New York Times greinir frá því í dag að John McCain hafi átt í ástarsambandi við unga konu fyrir átta árum síðan. 21.2.2008 08:15 Sjá næstu 50 fréttir
Nader fer í framboð Ralph Nader neytendafrömuður í Bandaríkjunum lýsti því yfir í dag að hann ætlaði aftur að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hann býður sig fram í nafni óháðra. 24.2.2008 17:48
Ber ekki saman um mannfall Talsmönnum stríðandi fylkinga við landamæri Tyrklands og Írak ber ekki saman þegar kemur að því meta mannfall í átökum á milli kúrdískra skæruliða og tyrkneska hersins. 24.2.2008 15:25
Ráðist á pílagríma 25 féllu og 45 til viðbótar særðust í árás sjálfsmorðssprengjumanns í bænum Iskandaria, fyrir sunnan Bagdad í morgun. 24.2.2008 13:36
Konur og börn mótmæla á Gazaströndinni Þúsundir kvenna og barna fylktu liði á Gazaströndinni í dag til að mótmæla þvingunaraðgerðum Ísraelsmanna. 23.2.2008 20:00
Serbar mótmæla í Kosovo Um tvö þúsund serbneskir íbúar í bænum Mitovica í Kósóvó mótmæltu í dag sjálfstæðisyfirlýsingu landsins. 23.2.2008 19:30
Nýr fjarskiptagervihnöttur á loft Japanar skutu í dag á loft gervihnetti sem ætlað er að umbylta fjarskiptaþjónustu í Austur-Asíu. 23.2.2008 19:00
79 Kúrdar hafa fallið í átökum við Tyrki Tyrknesk yfirvöld sögðu í dag að 79 kúrdískir uppreisnarmenn hefðu fallið í átökum við tyrkneska herinn í norðurhluta Írak síðan hersveitir fóru inn í landið á fimmtudagskvöld. Sjö tyrkneskir hermenn hafa fallið í sömu átökum að sögn yfirvalda. 23.2.2008 16:40
Tveir létust í Beit Hanoun Tveir Palestínumenn létust og sá þriðji særðist þegar ísraelskt flugskeyti sprakk í grennd við bæinn Beit Hanoun á Gaza ströndinni í morgun. 23.2.2008 14:24
Yfir 50 láta lífið í bardögum í Norður-Írak Að minnsta kosti fimm tyrkneskir hermenn hafa látið lífið í bardögum í Norður Írak frá því innrás tyrkja hófst á fimmtudaginn. Á sama tíma hafa um 50 kúrdískir skæruliðar fallið að sögn tyrkneska hersins. 23.2.2008 12:24
B-2 sprengjuflugvél hrapar til jarðar Bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-2, hrapaði við herstöð á eyjunni Guam í Kyrrahafinu í gær. 23.2.2008 12:21
Fjöldi heimila í Svíþjóð án rafmagns eftir óveður Yfir 50 þúsund heimili í Svíþjóð eru rafmagnslaus eftir að mikið óveður gekk yfir suðurhluta Skandinavíu í nótt. 23.2.2008 12:14
Sarkozy vill að Rasmussen verði leiðtogi ESB Nicholas Sarkozy, forseti Frakklands, vill heldur að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, verði nýr leiðtogi Evrópusambandins en Tony Blair en Jean-Claude Juncker. 22.2.2008 17:05
Bandaríkjamenn kalla sendiráðsfólk í Serbíu heim Bandaríska sendiráðið Belgrad í Serbíu hefur fyrirskipað tímabundinn brottflutning flestra starfsmanna sinna þaðan. Í gær réðust um eitt þúsund mótmælendur að sendiráðinu og lögðu að því eld. Mikil reiði ríkir meðal margra Serba vegna viðurkenningar Bandaríkjamanna á sjálfstæði Kosovo. 22.2.2008 16:38
Spitfire flugkonur heiðraðar Breskar konur sem ferjuðu Spirfire orrustlflugvélar í síðari heimsstyrjöldinni fá nú loks viðurkenningu fyrir störf sín. 22.2.2008 16:13
Lífstíðardómur fyrir morð á fyrirsætu Maður sem myrti unglingafyrirsætuna Sally Anne Bowman utan við heimili hennar í London hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Lík stúlkunnar sem var 18 ára fannst við hliðiná gám í Croydon í suðurhluta London í september 2005. 22.2.2008 15:38
Fiskistofnar nálgast hrun um allan heim Samspil ofveiða og loftslagsbreytinga gæti valdið hruni í fiskistofnum um allan heim á næstu áratugum, að sögn yfirmanns Umhverfisnefndar Sameinuðu þjóðanna. 22.2.2008 14:43
Breskur fjöldamorðingi fékk lífstíðarfangelsi Fjöldamorðinginn Steve Wright hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bretlandi fyrir að myrða fimm konur í Suffolk árið 2006. Dómurinn er sá þyngsti sem hægt er að kveða upp í landinu. Kviðdómur var minna en átta tíma að taka ákvörðun um að dæma Wright fyrir dauða kvennanna sem fundust í Suffolk og höfðu allar verið afklæddar og kyrktar. 22.2.2008 13:09
Leitað að flugvélinni í Andesfjöllum Enn er leitað að flaki flugvélarinnar sem brotlenti með 46 farþega innanborðs í afar slæmu veðri í Venesúela í gær. Björgunarsveitir leita í kulda í harðgerðu landslagi Andesfjalla en við sólarupprás hafði hvorki fundist tangur né tetur af vélinni. 22.2.2008 12:35
Ekki horfa á mig segir yfirmaður filippseyska herráðsins Æðsti hershöfðingi hersins á Filippseyjum sagði stjórnarandstöðunni í dag að hætta að hvetja hermenn til þess að taka undir kröfur um að Gloriu Macapagal Arrayo, forseta landsins verði steypt af stóli. 22.2.2008 11:49
ESB segir Serbum að vernda sendiráð Evrópusambandið hefur óskað eftir því að Serbía verndi erlend sendiráð í landinu eftir ofbeldi í Belgrad í gær. Serbar sem reiddust stuðningi vesturlanda við sjálfstæðisyfirlýsingu Kosovo kveiktu í bandaríska sendiráðinu og réðust á sendiráð Breta, Þjóðverja, Króata, Belga og Tyrkja. 22.2.2008 11:26
Báðir flugmennirnir sofandi Talið er að báðir flugmenn farþegaþotu á Hawaii hafi sofnað undir stýri á leiðinni frá Honolulu til Hilo, í síðustu viku. 22.2.2008 11:04
Gráúlfurinn ekki lengur talinn í útrýmingarhættu Gráúlfurinn sem lifir í norðurhluta Klettafjallanna í Bandaríkjunum er ekki talinn lengur í útrýmingarhættu. Hefur hann því verið tekinn af lista bandaríska innanríkisráðuneytisins um dýr í útrýmingarhættu. 22.2.2008 10:17
Clinton og Obama þræta í Texas Hillary Clinton sakaði í gær keppinaut sinn Barack Obama um pólitískan ritstuld í beinni sjónvarpsútsendingu. Obama gerði lítið úr ásökuninni og sagðist standa fyrir öruggum breytingum, aðferð Clinton væri hluti af „bjánalegum“ stjórnmálaslag. 22.2.2008 10:07
Orðin sjö barna móðir 16 ára gömul Sextán ára gömul stúlka í Argentínu hefur fætt þríbura, í annað sinn á ævi sinni. Stúlkan sem heitir Pamela átti fyrri þríbura sína þegar hún var 15 ára gömul en hún eignaðist fyrsta barn sitt, son, þegar hún var 14 ára. 22.2.2008 09:43
Tyrkir ráðast inn í Írak Tíu þúsund manna tyrkneskt herlið réðst í dag yfir landamæri Íraks til að ráðast á búðir skæruliða Kúrdiska verkamannaflokksins svonefnda. 22.2.2008 09:42
Gates segir að eldflugavarnakerfi Bandaríkjanna virki Robert Gates varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að eldflugavarnakerfi landsins virki. Velheppnað eldflugaskot gegn stjórnlausum njósnagervihnetti í vikunni sýni fram á þetta. 22.2.2008 09:30
Öldungardeildarþingmenn nauðlentu í Afganistan Þyrlur á vegum bandaríska hersins í Afganistan þurftu að nauðlenda í fjalllendi þar í gærkvöldi vegna blindbyls sem þær lentu í. Um borð í einni þyrlunni voru öldungardeildarþingmennirnir John Kerry, Jo Biden og Cuck Hagel. 22.2.2008 08:57
Alþjóðlegt átak gegn ólöglegum innflytjendum frá Afríku Evrópusambandið ætlar að koma af stað alþjóðlegu átaki til að stöðva straum ólöglegra innflytjenda frá Afríku til Evrópu. 22.2.2008 08:51
Fordæma árásina á bandaríska sendiráðið í Serbíu Árásirnar sem gerðar voru á bandaríska sendiráðið í Belgrað höfuðborg Serbíu og þrjú önnur sendiráð í borginni í gærkvöldi hafa verið fordæmd af Bandaríkjastjórn og Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 22.2.2008 08:46
Farþegaþota með 46 manns hrapaði í Venesúela Farþegaþota með 46 manns innanborðs harpaði til jarðar í fjalllendi í vesturhluta Vensúela í nótt. 22.2.2008 07:48
Dómari í Díönu-rannsókn varar við lítilsvirðingu Dómarinn yfir réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu hefur varað þá sem fjalla um málið við að lítilsvirða ekki réttinn. Mikill áhugi er á málinu á alþjóðavísu auk þess eru raddir um að hætta við rannsóknina að verða háværari. Það á sérstaklega við eftir umfjöllun um vitnisburð Mohamed Al Fayed faðir Dodi ástmanns prinsessunnar, og Sir Richard Dearlove fyrrverandi yfirmanns bresku leyniþjónustunnar MI6. 21.2.2008 15:36
McCain hafnar fréttum af framhjáhaldi Repúblíkaninn John McCain hefur hafnað fréttum dagblaðs um að hann hafi átt í óviðeigandi sambandi við konu sem var fulltrúi hagsmunasamtaka. McCain segir frétt New York Times um að náið samband þeirra hafi snúið honum á sveif með skjólstæðingum hennar væri röng og konan væri bara „vinur.“ 21.2.2008 15:23
Serbar mótmæla við landamæri Kosovo Hundruð fyrrverandi serbneskra hermanna hafa í morgun mótmælt sjálfstæði Kosovo með því að henda steinum að óeirðarlögreglu Kosovo við landamæri Kosovo og Serbíu. Fréttamaður Reuters á staðnum á staðnum greindi frá þessu. Kosovolögreglan fékk stuðnin Tekkneskra herdeilda í óeirðabúningum. 21.2.2008 15:11
Sterkur jarðskjálfti í Nevada Jarðskjálfti um 6,0 á Richter reið yfir Nevada klukkan 14:15 að íslenskum tíma í dag samkvæmt heimildum jarðfræðimælinga Bandaríkjanna. Upptök skjálftans voru 24 kílómetra suðaustur af Wells í Nevada. 21.2.2008 14:44
Bretar biðjast afsökunar á fangaflugi CIA David Miliband utanríkisráðherra Breta viðurkenndi á breska þinginu í dag að tvö fangaflug CIA með grunaða hryðjuverkamenn hefðu lent í á bresku svæði árið 2002. Í báðum tilfellum lentu vélarnar á Diego Garcia eynni á bresku yfirráðasvæði í Indlandshafi. 21.2.2008 13:10
Milljónir fylgdust með tunglmyrkva Á Stjörnufræðivefnum segir að tunglmyrkvar eigi sér stað þegar tunglið gengur inn í skugga jarðar á sama tíma og jörðin er stödd á milli sólar og tungls. 21.2.2008 13:00
Ólympíumót æskunnar 2010 í Singapúr Alþjóða ólympíunefndin tilkynnti í dag að fyrsta Ólympíumót æskunnar yrði haldið í Singapúr árið 2010. Nýju leikarnir eru hannaðir til að auka áhuga á Ólympíuleikum meðal unglinga. Singapúr hafði betur í baráttunni við Moskvu, sem var eini aðri keppandinn um að halda leikana. 21.2.2008 11:44
Kallað eftir hærra áfengisverði í Bretlandi Samtök lækna á Bretlandi hafa kallað eftir hærri sköttum á áfengi og banni við tilboðum á áfengum drykkjum til að berjast gegn óhóflegri áfengisdrykkju um helgar. Á fréttavef Sky segir að samtökin þrýsti nú á ríkisstjórnina að breyta lögum til að tryggja ábyrg verð á alkahóli. 21.2.2008 10:44
Útlit fyrir yfirburðasigur Medvedevs í Rússlandi Útlit er fyrir að Dimítrí Medved sigri með yfirburðum í rússensku forsetakosningunum sem fram fara 4. mars næstkomandi. 21.2.2008 10:18
Stúlka sem sást í Montpellier var ekki Madeleine Franska lögreglan segir að stúlka sem sást á veitingastað nálægt frönsku borginni Montpellier hafi ekki verið Madeleine McCann. Hollenskur ferðamaður hélt því fram að hann hefði séð stúlkuna í fylgd karlmanns. Lögregla tók myndir úr öryggismyndavélum veitingastaðarins til rannsóknar. 21.2.2008 10:11
Horta á batavegi Jose Ramos Horta, forseti Austur-Timor, er nú á batavegi eftir banatilræðið fyrr í mánuðinum. 21.2.2008 09:21
Segist hafa njósnað um hreyfingu Kasparovs fyrir FSB Rússneskur karlmaður, sem staddur er í Danmörku, heldur því fram að hann hafi starfað fyrir rússnesku leyniþjónustuna FSB og hafi haft það hlutverk að komast inn í stjórnmálahreyfingu Garrís Kasparpov, fyrrverandi heimsmeistara í skák. 21.2.2008 08:57
Bandarískir hermenn sakaðir um tvær nauðganir á Okinawa Vandræðagangur bandaríska herliðsins á japönsku eyjunni Okinawa heldur áfram og nú hefur annar hermaður verið ásakaður um nauðgun og er það annað tilvikið í þessari viku. 21.2.2008 08:21
Ítalskir vísindamenn finna G-blettinn Ítalskir vísindamenn segja að hægt sé að finna hinn dularfulla G-blett á konum með því að nota hátíðni-hljóðbylgjur. 21.2.2008 08:16
McCain átti í ástarsambandi við unga konu Bandaríska stórblaðið The New York Times greinir frá því í dag að John McCain hafi átt í ástarsambandi við unga konu fyrir átta árum síðan. 21.2.2008 08:15