Fleiri fréttir

Nader fer í framboð

Ralph Nader neytendafrömuður í Bandaríkjunum lýsti því yfir í dag að hann ætlaði aftur að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hann býður sig fram í nafni óháðra.

Ber ekki saman um mannfall

Talsmönnum stríðandi fylkinga við landamæri Tyrklands og Írak ber ekki saman þegar kemur að því meta mannfall í átökum á milli kúrdískra skæruliða og tyrkneska hersins.

Ráðist á pílagríma

25 féllu og 45 til viðbótar særðust í árás sjálfsmorðssprengjumanns í bænum Iskandaria, fyrir sunnan Bagdad í morgun.

Serbar mótmæla í Kosovo

Um tvö þúsund serbneskir íbúar í bænum Mitovica í Kósóvó mótmæltu í dag sjálfstæðisyfirlýsingu landsins.

79 Kúrdar hafa fallið í átökum við Tyrki

Tyrknesk yfirvöld sögðu í dag að 79 kúrdískir uppreisnarmenn hefðu fallið í átökum við tyrkneska herinn í norðurhluta Írak síðan hersveitir fóru inn í landið á fimmtudagskvöld. Sjö tyrkneskir hermenn hafa fallið í sömu átökum að sögn yfirvalda.

Tveir létust í Beit Hanoun

Tveir Palestínumenn létust og sá þriðji særðist þegar ísraelskt flugskeyti sprakk í grennd við bæinn Beit Hanoun á Gaza ströndinni í morgun.

Yfir 50 láta lífið í bardögum í Norður-Írak

Að minnsta kosti fimm tyrkneskir hermenn hafa látið lífið í bardögum í Norður Írak frá því innrás tyrkja hófst á fimmtudaginn. Á sama tíma hafa um 50 kúrdískir skæruliðar fallið að sögn tyrkneska hersins.

Sarkozy vill að Rasmussen verði leiðtogi ESB

Nicholas Sarkozy, forseti Frakklands, vill heldur að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, verði nýr leiðtogi Evrópusambandins en Tony Blair en Jean-Claude Juncker.

Bandaríkjamenn kalla sendiráðsfólk í Serbíu heim

Bandaríska sendiráðið Belgrad í Serbíu hefur fyrirskipað tímabundinn brottflutning flestra starfsmanna sinna þaðan. Í gær réðust um eitt þúsund mótmælendur að sendiráðinu og lögðu að því eld. Mikil reiði ríkir meðal margra Serba vegna viðurkenningar Bandaríkjamanna á sjálfstæði Kosovo.

Spitfire flugkonur heiðraðar

Breskar konur sem ferjuðu Spirfire orrustlflugvélar í síðari heimsstyrjöldinni fá nú loks viðurkenningu fyrir störf sín.

Lífstíðardómur fyrir morð á fyrirsætu

Maður sem myrti unglingafyrirsætuna Sally Anne Bowman utan við heimili hennar í London hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Lík stúlkunnar sem var 18 ára fannst við hliðiná gám í Croydon í suðurhluta London í september 2005.

Fiskistofnar nálgast hrun um allan heim

Samspil ofveiða og loftslagsbreytinga gæti valdið hruni í fiskistofnum um allan heim á næstu áratugum, að sögn yfirmanns Umhverfisnefndar Sameinuðu þjóðanna.

Breskur fjöldamorðingi fékk lífstíðarfangelsi

Fjöldamorðinginn Steve Wright hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bretlandi fyrir að myrða fimm konur í Suffolk árið 2006. Dómurinn er sá þyngsti sem hægt er að kveða upp í landinu. Kviðdómur var minna en átta tíma að taka ákvörðun um að dæma Wright fyrir dauða kvennanna sem fundust í Suffolk og höfðu allar verið afklæddar og kyrktar.

Leitað að flugvélinni í Andesfjöllum

Enn er leitað að flaki flugvélarinnar sem brotlenti með 46 farþega innanborðs í afar slæmu veðri í Venesúela í gær. Björgunarsveitir leita í kulda í harðgerðu landslagi Andesfjalla en við sólarupprás hafði hvorki fundist tangur né tetur af vélinni.

ESB segir Serbum að vernda sendiráð

Evrópusambandið hefur óskað eftir því að Serbía verndi erlend sendiráð í landinu eftir ofbeldi í Belgrad í gær. Serbar sem reiddust stuðningi vesturlanda við sjálfstæðisyfirlýsingu Kosovo kveiktu í bandaríska sendiráðinu og réðust á sendiráð Breta, Þjóðverja, Króata, Belga og Tyrkja.

Báðir flugmennirnir sofandi

Talið er að báðir flugmenn farþegaþotu á Hawaii hafi sofnað undir stýri á leiðinni frá Honolulu til Hilo, í síðustu viku.

Gráúlfurinn ekki lengur talinn í útrýmingarhættu

Gráúlfurinn sem lifir í norðurhluta Klettafjallanna í Bandaríkjunum er ekki talinn lengur í útrýmingarhættu. Hefur hann því verið tekinn af lista bandaríska innanríkisráðuneytisins um dýr í útrýmingarhættu.

Clinton og Obama þræta í Texas

Hillary Clinton sakaði í gær keppinaut sinn Barack Obama um pólitískan ritstuld í beinni sjónvarpsútsendingu. Obama gerði lítið úr ásökuninni og sagðist standa fyrir öruggum breytingum, aðferð Clinton væri hluti af „bjánalegum“ stjórnmálaslag.

Orðin sjö barna móðir 16 ára gömul

Sextán ára gömul stúlka í Argentínu hefur fætt þríbura, í annað sinn á ævi sinni. Stúlkan sem heitir Pamela átti fyrri þríbura sína þegar hún var 15 ára gömul en hún eignaðist fyrsta barn sitt, son, þegar hún var 14 ára.

Tyrkir ráðast inn í Írak

Tíu þúsund manna tyrkneskt herlið réðst í dag yfir landamæri Íraks til að ráðast á búðir skæruliða Kúrdiska verkamannaflokksins svonefnda.

Öldungardeildarþingmenn nauðlentu í Afganistan

Þyrlur á vegum bandaríska hersins í Afganistan þurftu að nauðlenda í fjalllendi þar í gærkvöldi vegna blindbyls sem þær lentu í. Um borð í einni þyrlunni voru öldungardeildarþingmennirnir John Kerry, Jo Biden og Cuck Hagel.

Fordæma árásina á bandaríska sendiráðið í Serbíu

Árásirnar sem gerðar voru á bandaríska sendiráðið í Belgrað höfuðborg Serbíu og þrjú önnur sendiráð í borginni í gærkvöldi hafa verið fordæmd af Bandaríkjastjórn og Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Dómari í Díönu-rannsókn varar við lítilsvirðingu

Dómarinn yfir réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu hefur varað þá sem fjalla um málið við að lítilsvirða ekki réttinn. Mikill áhugi er á málinu á alþjóðavísu auk þess eru raddir um að hætta við rannsóknina að verða háværari. Það á sérstaklega við eftir umfjöllun um vitnisburð Mohamed Al Fayed faðir Dodi ástmanns prinsessunnar, og Sir Richard Dearlove fyrrverandi yfirmanns bresku leyniþjónustunnar MI6.

McCain hafnar fréttum af framhjáhaldi

Repúblíkaninn John McCain hefur hafnað fréttum dagblaðs um að hann hafi átt í óviðeigandi sambandi við konu sem var fulltrúi hagsmunasamtaka. McCain segir frétt New York Times um að náið samband þeirra hafi snúið honum á sveif með skjólstæðingum hennar væri röng og konan væri bara „vinur.“

Serbar mótmæla við landamæri Kosovo

Hundruð fyrrverandi serbneskra hermanna hafa í morgun mótmælt sjálfstæði Kosovo með því að henda steinum að óeirðarlögreglu Kosovo við landamæri Kosovo og Serbíu. Fréttamaður Reuters á staðnum á staðnum greindi frá þessu. Kosovolögreglan fékk stuðnin Tekkneskra herdeilda í óeirðabúningum.

Sterkur jarðskjálfti í Nevada

Jarðskjálfti um 6,0 á Richter reið yfir Nevada klukkan 14:15 að íslenskum tíma í dag samkvæmt heimildum jarðfræðimælinga Bandaríkjanna. Upptök skjálftans voru 24 kílómetra suðaustur af Wells í Nevada.

Bretar biðjast afsökunar á fangaflugi CIA

David Miliband utanríkisráðherra Breta viðurkenndi á breska þinginu í dag að tvö fangaflug CIA með grunaða hryðjuverkamenn hefðu lent í á bresku svæði árið 2002. Í báðum tilfellum lentu vélarnar á Diego Garcia eynni á bresku yfirráðasvæði í Indlandshafi.

Milljónir fylgdust með tunglmyrkva

Á Stjörnufræðivefnum segir að tunglmyrkvar eigi sér stað þegar tunglið gengur inn í skugga jarðar á sama tíma og jörðin er stödd á milli sólar og tungls.

Ólympíumót æskunnar 2010 í Singapúr

Alþjóða ólympíunefndin tilkynnti í dag að fyrsta Ólympíumót æskunnar yrði haldið í Singapúr árið 2010. Nýju leikarnir eru hannaðir til að auka áhuga á Ólympíuleikum meðal unglinga. Singapúr hafði betur í baráttunni við Moskvu, sem var eini aðri keppandinn um að halda leikana.

Kallað eftir hærra áfengisverði í Bretlandi

Samtök lækna á Bretlandi hafa kallað eftir hærri sköttum á áfengi og banni við tilboðum á áfengum drykkjum til að berjast gegn óhóflegri áfengisdrykkju um helgar. Á fréttavef Sky segir að samtökin þrýsti nú á ríkisstjórnina að breyta lögum til að tryggja ábyrg verð á alkahóli.

Stúlka sem sást í Montpellier var ekki Madeleine

Franska lögreglan segir að stúlka sem sást á veitingastað nálægt frönsku borginni Montpellier hafi ekki verið Madeleine McCann. Hollenskur ferðamaður hélt því fram að hann hefði séð stúlkuna í fylgd karlmanns. Lögregla tók myndir úr öryggismyndavélum veitingastaðarins til rannsóknar.

Horta á batavegi

Jose Ramos Horta, forseti Austur-Timor, er nú á batavegi eftir banatilræðið fyrr í mánuðinum.

Segist hafa njósnað um hreyfingu Kasparovs fyrir FSB

Rússneskur karlmaður, sem staddur er í Danmörku, heldur því fram að hann hafi starfað fyrir rússnesku leyniþjónustuna FSB og hafi haft það hlutverk að komast inn í stjórnmálahreyfingu Garrís Kasparpov, fyrrverandi heimsmeistara í skák.

Sjá næstu 50 fréttir