Erlent

McCain hafnar fréttum af framhjáhaldi

John McCain ásamt konu sinni Cindy.
John McCain ásamt konu sinni Cindy. MYND/AFP

Repúblíkaninn John McCain hefur hafnað fréttum dagblaðs um að hann hafi átt í óviðeigandi sambandi við konu sem var fulltrúi hagsmunasamtaka. McCain segir frétt New York Times um að náið samband þeirra hafi snúið honum á sveif með skjólstæðingum hennar væri röng og konan væri bara „vinur."

McCain sem þykir nær öruggur með útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar sagði þetta á fundi í Ohio með konu sína Cindy sér við hlið. Hann sagðist vera mjög vonsvikinn með greinina; „Hún er ekki rétt."

Fullyrðingar um framhjáhaldið skutu fyrst upp kollinum þegar McCain barðist síðast fyrir útnefningu Repúblíkana árið 2000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×