Erlent

Horta á batavegi

MYND/AFP

Jose Ramos Horta, forseti Austur-Timor, er nú á batavegi eftir banatilræðið fyrr í mánuðinum.

Horta var fluttur alvarlega særður á sjúkrahús í Ástralíu og haldið þar sofandi í öndurarvél í tíu daga. Horta er nú kominn til meðvitundar og hefur þegar rætt við fjölskyldu sína á sjúkrabeðinum í borginni Darwin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×