Erlent

Dómari í Díönu-rannsókn varar við lítilsvirðingu

Sir Scott Baker.
Sir Scott Baker.

Dómarinn yfir réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu hefur varað þá sem fjalla um málið við að lítilsvirða ekki réttinn. Mikill áhugi er á málinu á alþjóðavísu auk þess eru raddir um að hætta við rannsóknina að verða háværari. Það á sérstaklega við eftir umfjöllun um vitnisburð Mohamed Al Fayed faðir Dodi ástmanns prinsessunnar, og Sir Richard Dearlove fyrrverandi yfirmanns bresku leyniþjónustunnar MI6.

Lord Scott Baker sagði við Lundúnarréttinn í dag að rannsóknin sé ætluð fyrir kviðdóm sem muni heyra af sönnunargögnum, vitnisburði og engu öðru. Ummæli utan réttarins væru oft takmörkuð og gætu leitt til lítilsvirðingar við réttinn. Það gæti orðið til þess að hætta yrði rannsókninni.

„Ég hvet til mikillar varkárni og að ekkert sé sagt, skrifað eða birt sem geti haft áhrif á kviðdóminn," sagði hann.


Tengdar fréttir

Fyrrverandi yfirmaður MI6 neitar morði Díönu

Fyrrverandi yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI6 hefur neitað því staðfastlega að bera ábyrgð á dauða Díönu prinsessu af Wales. Sir Richard Dearlove var yfirheyrður við réttarrannsóknina sem nú fer fram í London. Vitnisburðurinn þykir sögulegur í ljósi þess að meginregla MI6 er að svara aldrei ásökunum gegn þjónustunni.

Drakúla fjölskyldan í Buckingham höll

Mohammed al-Fayed sparaði ekki stóryrðin þegar hann var kallaður sem vitni í dag vegna rannsóknar á dauða sonar hans Dodi, og Díönu prinsessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×