Erlent

Fordæma árásina á bandaríska sendiráðið í Serbíu

Árásirnar sem gerðar voru á bandaríska sendiráðið í Belgrað höfuðborg Serbíu og þrjú önnur sendiráð í borginni í gærkvöldi hafa verið fordæmd af Bandaríkjastjórn og Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Kveikt var í bandaríska sendiráðinu og þar fannst eitt brunnið lík sem talið er vera af einum af mótmælendunum. Bandaríkjastjórn segir að yfirvöld í borginni hafi ekki gert viðunandi öryggisráðstafanir en þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem mótmælendur ráðast á sendiráðið í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×