Erlent

Yfir 50 láta lífið í bardögum í Norður-Írak

Að minnsta kosti fimm tyrkneskir hermenn hafa látið lífið í bardögum í Norður Írak frá því innrás tyrkja hófst á fimmtudaginn. Á sama tíma hafa um 50 kúrdískir skæruliðar fallið að sögn tyrkneska hersins.

Víða hefur komið til átaka en ekki er vitað til þess að óbreyttir borgarar hafi látið lífið. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti Tyrki í gær til að sýna hófsemi og bað þá ennfremur um að virða landamæri Íraks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×