Erlent

Nader fer í framboð

Ralph Nader neytendafrömuður í Bandaríkjunum lýsti því yfir í dag að hann ætlaði aftur að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hann býður sig fram í nafni óháðra. Nader, sem verður 74 ára í þessari viku lýsti þessu yfir í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni í dag. Hann segir hvorki Demókrata né Repúblikana takast á við þau vandamál sem að bandarískri þjóð steðji. Nader bauð sig fram árið 2000 og fékk þá 2,7% atkvæða. Hann bauð sig aftur fram fjórum árum síðar, en fékkk þá aðeins hluta þess sem hann fékk í kosningunum árið 2000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×