Erlent

Bandaríkjamenn kalla sendiráðsfólk í Serbíu heim

Bandaríska sendiráðið Belgrad í Serbíu hefur fyrirskipað tímabundinn brottflutning flestra starfsmanna sinna þaðan. Í gær réðust um eitt þúsund mótmælendur að sendiráðinu og lögðu að því eld. Mikil reiði ríkir meðal margra Serba vegna viðurkenningar Bandaríkjamanna á sjálfstæði Kosovo.

Þá var ráðist á sendiráð Bretlands, Þýskalands, Króatíu, Belgíu og Tyrklands en lönd þeirra hafa einnig viðurkennt sjálfstæði héraðsins.

Bæði serbneski forsetinn og forsætisráðherrann hafa fordæmt ofbeldið sem hefur kostað eitt mannslíf og slasað meira en 100 manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×