Erlent

Öldungardeildarþingmenn nauðlentu í Afganistan

Þyrlur á vegum bandaríska hersins í Afganistan þurftu að nauðlenda í fjalllendi þar í gærkvöldi vegna blindbyls sem þær lentu í. Um borð í einni þyrlunni voru öldungardeildarþingmennirnir John Kerry, Jo Biden og Cuck Hagel.

Enginn slasaðist í nauðlendingunni. Þingmennirnir voru á leið frá Afganistan til herstöðvar í Tyrklandi. Eftir að hafa beðið í nokkra klukkutíma var þeim bjargað af hermönnum sem óku þeim á flugvöllinn í Bagram það sem þeir héldu för sinni áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×