Erlent

Sarkozy vill að Rasmussen verði leiðtogi ESB

MYND/Reuters

Nicholas Sarkozy, forseti Frakklands, vill heldur að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, verði nýr leiðtogi Evrópusambandins en Tony Blair en Jean-Claude Juncker. Þetta fullyrðir franska blaðið Le Monde.

Samkvæmt Lissabon-samkomulaginu, sem kemur í stað umdeildrar stjórnarskár ESB sem felld var í þjóðaratkvæðagreiðslum í Frakklandi og Hollandi, á að koma á fót nokkurs konar forsetaembætti hjá sambandinu. Hlutverk hans verður að skipuleggja og stjórna helstu fundum leiðtoga Evrópusambandslandanna.

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, hafa verið nefndir til sögunnar í embættið.

Hins vegar telur Sarkozy að Rasmussen henti betur í embættið þar sem í Danmörku sé að finna markaðsdrifið velferðarkerfi auk þess sem Danir séu frjálslyndir. Sarkozy er þó ekki við eina fjölina felldur í þessum málum því hann mun einnig hafa lýst stuðningi við það að Blair taki embættið að sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×