Erlent

Konur og börn mótmæla á Gazaströndinni

Frá Gaza.
Frá Gaza. MYND/AP

Þúsundir kvenna og barna fylktu liði á Gazaströndinni í dag til að mótmæla þvingunaraðgerðum Ísraelsmanna.

Átta mánuðir eru liðnir síðan Ísraelsmenn lokuðu landamærunum að Gaza eftir að Hamas samtökin tóku völdin á svæðinu. Vilja Ísraelsmenn að Hamas-liðar láti af eldflaugaárásum á byggðir Ísraelsmanna.

Ástandið á Gazasvæðinu hefur versnað stórlega eftir að landamærunum var lokað en þangað berst nú aðeins takmarkað magn af nauðsynjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×