Erlent

Ítalskir vísindamenn finna G-blettinn

Ítalskir vísindamenn segja að hægt sé að finna hinn dularfulla G-blett á konum með því að nota hátíðni-hljóðbylgjur.

Deilur hafa staðið um G-blettinn allt frá árinu 1980 en hann er talinn af sumum lykillinn að kynferðislegri fullnægingu kvenna. Ítölsku vísinmdamennirnir segja að rannsókn þeirra sýni að sumar konur hafa G-blett en aðrar ekki.

Alls tóku tuttugu konur þátt í rannsókn Ítalana og reyndust níu þeirra vera með G-blettt en ellefu ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×