Erlent

B-2 sprengjuflugvél hrapar til jarðar

Bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-2, hrapaði við herstöð á eyjunni Guam í Kyrrahafinu í gær.

Er þetta í fyrsta skipti sem vél af þessari gerð hrapar en um er að ræða eina fullkomnustu herflugvél í heimi.

Tveir flugmenn voru um borð í vélinni en þeir náðu báðir að skjóta sér út áður en vélin skall til jarðar. B-2 sprengjuvélar eru sérstaklega hannaðar til þess að erfitt sé að greina þær í ratsjá en ein slík vél kostar rúmlega 70 milljarða króna. Ekki liggur fyrir hvað olli því að vélin hrapaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×