Erlent

McCain átti í ástarsambandi við unga konu

Bandaríska stórblaðið The New York Times greinir frá því í dag að John McCain hafi átt í ástarsambandi við unga konu fyrir átta árum síðan.

Konan, Vicki Iseman, vann fyrir hagsmunasamtök í Wasington þegar McCain hélt framhjá konu sinni með henni. Þessi frétt kemur sér mjög illa fyrir McCain nú þegar hann hefur svo gott sem tryggt sér útnefningu Repúblikanaflokksins sem næsta forsetaefni þeirra.

Lögfræðingur McCain reyndi án árangurs að koma í veg fyrir birtingu fréttarinnar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×