Erlent

Lífstíðardómur fyrir morð á fyrirsætu

Linda Bowman og dóttir hennar fyrir utan réttinn í London.
Linda Bowman og dóttir hennar fyrir utan réttinn í London. MYND/AFP

Maður sem myrti unglingafyrirsætuna Sally Anne Bowman utan við heimili hennar í London hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Lík stúlkunnar sem var 18 ára fannst við hliðiná gám í Croydon í suðurhluta London í september 2005.

Kokkurinn Mark Dixie neitaði sök og hélt því fram við að hann hefði fundið lík stúlkunnar og haft við það mök eftir margra daga fyllerí og fíkniefnaneyslu.

Hann var dæmdur fyrir morðið og sagt að hann hefði ekki möguleika á reynslulausn fyrr en eftir 34 ár.


Tengdar fréttir

Hafði mök við lík en neitar morði

Kokkur sem sakaður er um að myrða Sally Anne Bowman unglingafyrirsætu sagði við réttarhöld í London í dag að hann hefði haft mök við líkið í mikilli áfengis-og fíkniefnavímu, en hafi ekki myrt hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×