Erlent

Tveir létust í Beit Hanoun

Beit Hanoun
Beit Hanoun

Tveir Palestínumenn létust og sá þriðji særðist þegar ísraelskt flugskeyti sprakk í grennd við bæinn Beit Hanoun á Gaza ströndinni í morgun.

Íbúar í bænum segja fréttastofunni Reuters að hinir látnu hafi verið óbreyttir borgarar. Talsmaður Ísraelsher sagði Reuters að hann væri að kanna hvort þetta ætti við rök að styðjast.

Árið 2006 féllu 19 Palestínumenn í Beit Hanoun í sprengjuárás sem ísraelsk yfirvöld kölluðu "tæknileg mistök".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×