Erlent

Útlit fyrir yfirburðasigur Medvedevs í Rússlandi

Næsta öruggt má telja að Dimítrí Medvede taki við af Vladímír Pútín sem forseti Rússlands.
Næsta öruggt má telja að Dimítrí Medvede taki við af Vladímír Pútín sem forseti Rússlands. MYND/AP

Útlit er fyrir að Dimítrí Medved sigri með yfirburðum í rússensku forsetakosningunum sem fram fara 4. mars næstkomandi.

Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var þar í landi í síðustu viku mælist hann með rúmlega 70 prósenta fylgi. Það er sextíu prósentum meira en næstu menn, sem eru þjóðernisöfgamaðurinn Vladímír Zhírínovskí og kommúnistinn Genndí Sjúganov en þeir mælast báðir með um tíu prósenta fylgi.

Með því að bera niðurstöður könnunarinnar saman við kjörsókn í síðustu forsetakosningum spá könnunaraðilar að því að Medvedev fái tæp 73 prósent atkvæða í kosningunum í mars, en könnunin var sú síðasta sem gerð er fyrir kosningarnar.

Allt frá því að Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir stuðningi við Medvedev hefur verið talið næsta víst hann myndi fara með sigur á hólmi enda hafa Pútín og stuðningsmenn hans töglin og hagldirnar í rússneskum stjórnmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×