Erlent

Leitað að flugvélinni í Andesfjöllum

Enn er leitað að flaki flugvélarinnar sem brotlenti með 46 farþega innanborðs í afar slæmu veðri í Venesúela í gær. Björgunarsveitir leita í kulda í harðgerðu landslagi Andesfjalla en við sólarupprás hafði hvorki fundist tangur né tetur af vélinni.

Hún var á leið frá flugvellinum í ferðamannabænum Merida til höfuðborgarinnar Caracas. Sjónarvottar segja vélina hafa hrapað í fjalllendið sem umlykur bæinn í afar slæmu veðri. Um er að ræða tveggja hreyfla skrúfuþotu frá flugfélaginu Santa Barbara Airlines í Venesúela.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×