Erlent

Alþjóðlegt átak gegn ólöglegum innflytjendum frá Afríku

Evrópusambandið ætlar að koma af stað alþjóðlegu átaki til að stöðva straum ólöglegra innflytjenda frá Afríku til Evrópu.

Fulltrúar frá sambandinu og nokkrum Afríkuríkjum funda nú um málið í Accra höfuðborg Ghana. Þúsundir af þessum innflytjendum farast á leið sinni til Evrópu, annað hvort þegar þeir reyna að fara gangandi yfir Sahara eyðimörkina eða sigla á illa búnum bátum frá norðurströnd Afríku.

Á síðasta ári komu um 12 þúsund ólöglegir innflytjendur frá Afríku til Ítalíu og 15 þúsund náðu til Kanaríeyja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×