Erlent

Fjöldi heimila í Svíþjóð án rafmagns eftir óveður

Yfir 50 þúsund heimili í Svíþjóð eru rafmagnslaus eftir að mikið óveður gekk yfir suðurhluta Skandinavíu í nótt.

Veðurofsinn var það mikill að tré rifnuðu upp með rótum, þök fuku af húsum og símalínur rofnuðu. Náði vindhraðinn á sumum stöðum allt 39 metrum á sekúndu.

Þá stífluðust niðurföll þannig að götur og vegir fóru undir vatn. Flug- og lestarsamgöngur stöðvuðust og þurftu um 800 lestarfarþegar að gista á hóteli í nótt. Einn maður slasaðist eftir að tré féll á hann en ekki er vitað til þess að nokkur hafi látið lífið í veðurofsanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×