Erlent

Ber ekki saman um mannfall

Talsmönnum stríðandi fylkinga við landamæri Tyrklands og Írak ber ekki saman þegar kemur að því meta mannfall í átökum á milli kúrdískra skæruliða og tyrkneska hersins.

Talsmaður kúrdísku skæruliðanna í PKK sagði við fréttastofu Reuters í dag að þeir hefðu fellt 47 tyrkneska hermenn síðan tyrkneski herinn hóf sókn gegn skæruliðum PKK við landamæri Tyrkands og Írak á fimmtudag.

Sami talsmaður sagði að aðeins tveir skæruliðar hefðu fallið í sömu átökum. Sjálf segjast tyrknesk yfirvöld hafa fellt 112 skæruliða síðan átökin hófust og að átta tyrkneskir hermenn hefðu látist.

Nær ómögulegt er að staðfesta frásögn hvorugs aðila þar sem átökin þeirra á milli eiga sér stað í afskektu og harðgerðu fjalllendi við landamæri Tyrklands og Írak.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×