Erlent

Gates segir að eldflugavarnakerfi Bandaríkjanna virki

Robert Gates varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að eldflugavarnakerfi landsins virki. Velheppnað eldflugaskot gegn stjórnlausum njósnagervihnetti í vikunni sýni fram á þetta.

Kínversk stjórnvöld hafa farið fram á það við Bandaríkjamenn að þeir deili upplýsingum um eldflugaskotið en Kínverjar hafa áhyggjur af öryggi sinna gervihnatta á sveimi um jörðina í kjölfar eyðingar njósnagervihnattarins. Gates segir að Kínverjar muni fá umbeðnar upplýsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×