Erlent

Bretar biðjast afsökunar á fangaflugi CIA

David Miliband utanríkisráðherra Breta viðurkenndi á breska þinginu í dag að tvö fangaflug CIA með grunaða hryðjuverkamenn hefðu lent í á bresku svæði árið 2002. Í báðum tilfellum lentu vélarnar á Diego Garcia eynni á bresku yfirráðasvæði í Indlandshafi.

Ráðherrann afsakaði að fyrri yfirlýsingar hefðu neitað að fangaflug hefði farið um breska grundu. Ekki hefði verið skýrt frá þessu fyrr þar sem upplýsingarnar væru nýkomnar í ljós eftir leit í bandarískum skýrslum.

Washington hefur viðurkennt að flytja grunaða hryðjuverkamenn í svokölluðum fangaflugum sem fara út fyrir ramma venjulegra fangaflutninga. Bretar hafa áður sagt að þeir hefðu ekki vitund um að bresk landsvæði hefðu verið notuð í þessum tilgangi frá því George W. Bush tók við embætti forseta árið 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×