Erlent

Bandarískir hermenn sakaðir um tvær nauðganir á Okinawa

Hópur Japana efndi til mótmæla í fyrradag þar sem framferði Bandaríkjamanna var gagnrýnt.
Hópur Japana efndi til mótmæla í fyrradag þar sem framferði Bandaríkjamanna var gagnrýnt. MYND/AP

Vandræðagangur bandaríska herliðsins á japönsku eyjunni Okinawa heldur áfram og nú hefur annar hermaður verið ásakaður um nauðgun og er það annað tilvikið í þessari viku.

Fyrri nauðgunin var gegn 14 ára japanskri stúlku en sú síðari gegn konu frá Filippseyjum. Yasuo Fukuda, forsætisráðherra Japans, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þessara glæpa sem hann segir ófyrirgefanlega en málin hafa vakið hörð viðbrögð meðal japönsku þjóðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×