Erlent

Breskur fjöldamorðingi fékk lífstíðarfangelsi

Steve Wright.
Steve Wright. MYND/AFP

Fjöldamorðinginn Steve Wright hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bretlandi fyrir að myrða fimm konur í Suffolk árið 2006. Dómurinn er sá þyngsti sem hægt er að kveða upp í landinu. Kviðdómur var minna en átta tíma að taka ákvörðun um að dæma Wright fyrir dauða kvennanna sem fundust í Suffolk og höfðu allar verið afklæddar og kyrktar.

Konurnar voru tengdar vændi og eiturlyfjum og voru á aldrinum 19-29 ára.

„Þú drapst þær, afklæddir þær og skykldir þær eftir. Af hverju verður kannski aldrei vitað," sagði dómarinn þegar hann kvað upp dóminn.

Lögreglan rannsakar nú hvort Wright gæti verið ábyrgur fyrir röð annarra óleystra morða á konum á nálægum svæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×