Erlent

Segist hafa njósnað um hreyfingu Kasparovs fyrir FSB

Stjórnmálahreyfing Garrís Kasparovs á ekki upp á pallborðið hjá rússneskum stjórnvöldum.
Stjórnmálahreyfing Garrís Kasparovs á ekki upp á pallborðið hjá rússneskum stjórnvöldum. MYND/AP

Rússneskur karlmaður, sem staddur er í Danmörku, heldur því fram að hann hafi starfað fyrir rússnesku leyniþjónustuna FSB og hafi haft það hlutverk að komast inn í stjórnmálahreyfingu Garrís Kasparpov, fyrrverandi heimsmeistara í skák.

Fram kemur á fréttavef Danska ríkisútvarpsins að hinn 36 ára Alexander Novikov hafi í tvö ár safnað upplýsingum fyrir FSB um flokk Kasparovs. Þá var honum einnig falið að reyna að eyðlileggja fyrir flokknum.

Novikov býr nú í húsakynnum Rauða krossins í Danmörku og hefur sótt um pólitískt hæli í Bretlandi. Samkvæmt rússneskum lögum er leyniþjónustunni óheimilt að lauma sér inn í pólitísk samtök.

Haft er eftir rússneskum blaðamanni hjá rússneska blaðinu Novaya Gazeta, sem sérhæfir sig í FSB, að hann telji að Novikov sé að segja satt og byggir það meðal annars á því hversu nákvæmar upplýsingar Novikovs séu um starfsemi leyniþjónustunnar.

Sjálfur sér Novikov eftir öllu og biður Kasparov að fyrirgefa sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×