Fleiri fréttir

Ekki byrjaður að reikna bílalán

Landsbankinn er ekki byrjaður að endurreikna gengistryggð bílalán. Á sama tíma er Íslandsbanki búinn að endurreikna um sex þúsund af sínum ríflega 15 þúsund bílalánum og byrjaði í febrúar að greiða fólki út það sem hugsanlega hefur verið oftekið.

Gestir bóki tíma í Bláa lónið

Gestir Bláa lónsins þurfa framvegis að bóka tíma í lónið fyrirfram á vefnum. Geri þeir það ekki er hætta á að þeir komist ekki að. Þá verður rukkað fyrir skoðunarferðir um staðinn þótt viðkomandi gestir fari ekki ofan í lónið.

Búist við norðurljósasýningu í kvöld

Eins og áður hefur komið fram varð kórónugos í sólinni á föstudagsmorgun. Á vef Veðurstofu Íslands var greint frá því að spár laugardagsins gerðu ráð fyrir að agnastraumur frá gosinu næði til jarðar undir kvöld á laugardag og myndi valda aukinni virkni norðurljósa þá.

Endurupptaka gamalla dómsmála ekki lengur í höndum Hæstaréttar

Ákvörðun um endurupptöku máls sem dæmt hefur verið í Hæstarétti verður framvegis í höndum þriggja manna nefndar í stað dómara Hæstaréttar samkvæmt lagabreytingu sem nýlega var samþykkt. Fimm mál hafa verið samþykkt til endurupptöku af 65 málum frá aldamótum.

Óvissa um afdrif stjórnarskrárfrumvarpsins

Mikil óvissa ríkir um afgreiðslu stjórnarskrárfrumvarps formanna stjórnarflokkanna og bjartrar framtíðar. Svo gæti farið að engar breytingar verði gerðar á stjórnarskránni fyrir kosningar.

Segir rangt að það sé óánægja innan þingflokksins

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar segir í bloggi sínu á vefsvæði Pressunnar að nú sé hart spunnið um ágreining innan Samfylkingarinnar um stjórnarskrármálið og aðkomu Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar.

Lúðvík og Valgerður afgreiddu ekki frumvarp Árna Páls úr nefnd

Valgerður Bjarnadóttir vildi ekki tjá sig um það hvort hún væri sérstaklega óánægð með frumvarp eða vinnubrögð Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, sem ásamt formönnum Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna lögðu fram frumvarp um stjórnarskrána sem lagt var fram á Alþingi fyrir um tíu dögum síðan.

Vilja auka framlög til löggæslu um þrjá og hálfan milljarð

Þverpólitísk þingmannanefnd leggur til að fjárframlög til löggæslu verði aukin um þrjá og hálfan milljarð á næstu fjórum árum til að hægt sé að fjölga lögreglumönnum og kaupa nýjan búnað. Nefndin telur að staða löggæslumála sé grafalvarleg vegna manneklu og niðurskurðar á undanförnum árum.

Gekk yfir Austurvöll og fótbrotnaði

Það var rétt fyrir klukkan eitt í nótt sem kona var á gangi við Austurvöll. Konan missteig sig og ekki fór betur en svo að hún fótbrotnaði. Þá tilkynnti starfsmaður veitingahúss í miðbænum um mann sem hafði fallið ölvaður í götuna og líklega rotast við fallið. Hann var fluttur á slysadeild.

Fiskeldismenn kalla eftir vegabótum á Vestfjörðum

Milljarðauppbygging fiskeldis á Vestfjörðum kallar á stórfelldar vegabætur strax, segir framkvæmdastjóri Arnarlax. Vegirnir á Vestfjörðum séu einfaldlega ónýtir. Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki er að flytja alla starfsemi sína frá Norður-Noregi til sunnaverðra Vestfjarða og hyggst byggja þar seiðaeldisstöð, laxasláturhús og fiskréttaverksmiðju í nafni Arnarlax. Náttúrulegar aðstæður í Arnarfirði þykja ákjósanlegar en annað gildir um innviði eins og vegi sem ráðamenn félagsins segja að verði að bæta. "Þetta er mjög einfalt mál. Vegirnir eru ónýtir.

Enn leitað að Elfu Maríu

Lögreglan leitar enn að Elfu Maríu Guðmundsdóttur sem er 15 ára gömul. Ekkert hefur heyrst til hennar frá því á sunnudaginn var.

Öflug norðurljós vegna kórónugoss á sólinni

Líkur á góðu norðurljósaveðri með talsverðri virkni í kvöld samkvæmt norðurljósaspá Veðurstofu Íslands. Ástæðan er Kórónugos sem varð á sólinni í gærmorgun og mikið ský rafhlaðinna einda þeyttist út í geiminn.

Bruggarar á Hvanneyri handteknir

Lögreglan á Borgarnesi gerði 50 lítra af landa upptækan síðdegis í gær þegar húsleit var framkvæmd í heimahúsi á Hvanneyri. Þá fundust einnig sjö hundrað lítra tunnur sem í var gambri. Lögreglan lagði svo hald á tæki til bruggunar.

Ekki ósátt við lítið fylgi

Margrét Tryggvadóttir liðsmaður Dögunar segist ekki óánægð með það tæplega tveggja prósenta fylgi sem flokkur hennar mælist með í nýrri könnun. Hún efast um að allir þeir flokkar sem hafa sótt um listabókstaf verði með í kosningabaráttunni í lok apríl.

Göngumaður í vanda

Á þriðja tug björgunarmanna úr björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu taka nú þátt í björgunaraðgerð í Helgafelli nærri Hafnarfirði, en þar lenti göngumaður í sjálfheldu um hádegisbilið. Maðurinn er á merktri gönguleið, þó ekki þeirri sem oftast er gengin á fellið.

Formenn þingflokka reyna að komast að samkomulagi

Ekkert samkomulag liggur fyrir á Alþingi um að ljúka þingstörfum en samkvæmt starfsáætlun átti þingi að ljúka í gær. Þingflokksformenn ætla funda í dag en mikill ágreiningur ríkir um afgreiðslu stjórnarskrárfrumvarps formanna stjórnarflokkana og Bjartrar framtíðar.

Sóttu veikan sjómann

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti fyrir skömmu við Landspítalann í Fossvogi með veikan sjómann. Þyrlan sótti hann út á haf þar sem maðurinn var að störfum.

Mikið um hávaðaútköll

Lögregla sinnti átta hávaðaútköllum í heimahúsum í nótt. Þá voru sjö ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur og aðrir þrír ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Sameiginlegt forræði en engar barnabætur

Faðir fimm ára stúlku segir það jafnréttisbrot að barn geti einungis haft eitt lögheimili. Lögheimilisforeldri hefur heimild til að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barns þótt foreldrar fari með sameiginlega forsjá. Fáránlegt, segir faðirinn.

Fái fé til eftirlits með fjölmiðlum

Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis vill að Samkeppniseftirlitið fái auknar fjárheimildir til að sinna rannsóknum á eignarhaldi fjölmiðla. Þetta kemur fram í áliti meirihlutans á nýjum lögum um fjölmiðla.

Kortavelta útlendinga 50% meiri

Greiðslukortavelta heimilanna var 10,2 prósentum meiri í febrúar en í sama mánuði í fyrra, að því er kemur fram í samantekt Rannsóknaseturs verslunarinnar á Bifröst.

Laxeldi í sjó verði stöðvað

Orri Vigfússon, helsti baráttumaður fyrir verndun villtra laxastofna, vill að stjórnvöld stöðvi nú þegar allt laxeldi í sjó. Hann óttast umhverfisslys. Laxeldi í sjókvíum stefnir í að verða umfangsmikil atvinnugrein, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 úr Arnarfirði í fyrradag. Orri Vigfússon vill að stjórnvöld grípi nú þegar í taumana. "Mér finnst að það eigi að stoppa þetta strax, já," segir Orri í viðtali í fréttum Stöðvar 2.

Framsóknarflokkurinn mælist stærstur

Framsóknarflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur á Íslandi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Næststærstur er Sjálfstæðisflokkurinn.

Kínverjar sammála Íslendingum um Miðleiðina

Kínverjar telja mögulegt að innan sjö ára, eða árið 2020, geti Miðleiðin yfir Norðurpólinn frá Kyrrahafi til Norður-Atlantshafsins orðið farvegur vöruflutninga frá Kína til Evrópu sem svari til 700 milljarða Bandaríkjadala.

Íslendingur og Lithái í gæsluvarðhald

Gæsluvarðhald yfir tveimur körlum á þrítugsaldri, Íslendingi og hinum Litháa, var í dag framlengt til 22. mars. Mennirnir eru grunaðir um aðild að smygli á kókaíni.

Jesus orðinn íslenskur ríkisborgari

Alþingi Íslendinga samþykkti í dag þingsályktunartillögu allsherjar- og menntamálanefndar um að veita fjórtán manns íslenskan ríkisborgararétt. Þar á meðal eru handboltakonan Florentina Stanciu frá Rúmeníu, meistarakokkurinn Mary Luz Suarez Ortiz frá Kólumbíu og Jesus Rodriguez Fernandez frá Spáni. Upphaflega þingsályktunartillagan gerði ráð fyrir því að þrettán fengu ríkisborgararétt en Mary Luz bættist síðan í hópinn.

Sorpbrennslu hætt á Húsavík

"Okkur þykir þetta auðvitað afsaplega leitt. En það er ódýrara að grafa holu og setja ofan í en að gera það með þessum hætti," segir Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri í Norðurþingi um endalok sorpbrennslu hjá Sorpsamlagi Þingeyinga á Húsavík.

Lifrarbólga rakin til frosinna berja

Þrjátíu tilfelli af lifrarbólgu A hafa komið upp í Danmörku að undanförnu og er talað um faraldur. Rannsókn hefur leitt í ljós að uppruni smits getur verið frosin ber sem notuð hafa verið ósoðin í drykki (smooties), eftirrétti og kökur. Á vef Matvælastofnunar kemur fram að ekki hefur enn verið hægt að benda á ákveðna tegund berja en rannsókn er í gangi.

Sjá næstu 50 fréttir