Innlent

Rúmlega 300 tilkynningar um heimilisofbeldi á síðasta ári

Á síðasta ári bárust lögreglunni 327 tilkynningar um heimilisofbeldi hér á landi og hátt í þúsund tilkynningar um heimilisófrið.

Þetta kom fram í svari velferðarráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokks, um heimilisófrið.

Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað á undanförnum árum en fram kemur í svari ráðherra að átta sinnum hafi nálgunarbanni og brottvísun af heimili verið beitt frá því lög sem heimila slíkt voru sett árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×