Innlent

Enn reynt að ná samkomulagi um að ljúka þingstörfum

Reynt verður til þrautar í dag að ná samkomulagi um afgreiðslu stjórnarskrármálsins á Alþingi svo hægt verði að ljúka þingstörfum fyrir kosningar.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lagði í gær fram sáttatilboð í málinu en hann mun væntanlega funda með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna í dag.

Ekki er búið að boða til þingfundar á morgun en Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagðist í samtali við fréttastofu að hún myndi meta stöðuna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×