Innlent

Búist við norðurljósasýningu í kvöld

Eins og áður hefur komið fram varð kórónugos í sólinni á föstudagsmorgun. Á vef Veðurstofu Íslands var greint frá því að spár laugardagsins gerðu ráð fyrir að agnastraumur frá gosinu næði til jarðar undir kvöld á laugardag og myndi valda aukinni virkni norðurljósa þá.

Þær spár gengu ekki eftir og var virknin á laugardagskvöld lítil, auk þess sem tiltölulega óvænt netjuskýjabreiða byrgði sýn til himins á V-verðu landinu.

Snemma í morgun (um 06:00 á sunnudag) mældist loksins aukin virkni norðurljósa vegna agna frá kórónugosinu og hefur virknin mælst há í dag.

Ekki er hægt að njóta sýningarinnar á Íslandi því dagsbirta yfirgnæfir nánast alltaf norðurljós. Ekki er hægt að segja til um með vissu hversu lengi aukin virkni vegna kórónugossins endist, en líkur eru til að virknin verði enn mikil fram á kvöldi.

Íbúar landsins eru þó misheppnir hvað þetta varðar því skýjaspá Veðurstofunnar er eftirfarandi: Skýjað að mestu á NA- og A-landi (frá Tröllaskaga austur til Berufjarðar). Léttskýjað annars staðar (S- og V-til á landinu).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×