Innlent

Jesus orðinn íslenskur ríkisborgari

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alþingi Íslendinga veitti í dag fjórtán manns íslenskan ríkisborgararétt.
Alþingi Íslendinga veitti í dag fjórtán manns íslenskan ríkisborgararétt.
Alþingi Íslendinga samþykkti í dag þingsályktunartillögu allsherjar- og menntamálanefndar um að veita fjórtán manns íslenskan ríkisborgararétt. Þar á meðal eru handboltakonan Florentina Stanciu frá Rúmeníu, meistarakokkurinn Mary Luz Suarez Ortiz frá Kólumbíu og Jesus Rodriguez Fernandez frá Spáni. Upphaflega þingsályktunartillagan gerði ráð fyrir því að þrettán fengu ríkisborgararétt en Mary Luz bættist síðan í hópinn.



Eftirtaldir aðilar fá ríkisborgararétt

Ali Hussein Aljazem, f. 1968 í Írak.

David Apia, f. 1981 í Líberíu.

Florentina Stanciu, f. 1982 í Rúmeníu.

Houda Seghaier, f. 1982 í Túnis.

Jesus Rodriguez Fernandez, f. 1976 á Spáni.

Khwanchira Khotsakha, f. 1971 í Taílandi.

Mahmoud Hassan, f. 1985 í Líbanon.

Maksym Shklyarenko, f. 1980 í Úkraínu.

Mehmed Feizulahu, f. 1938 í Kósóvó.

Nanthipha Shangraksa, f. 1953 í Taílandi.

Seher Özcan, f. 1984 í Tyrklandi.

Tafil Zogaj, f. 1919 í Kósóvó.

Xhyla Doshlaku, f. 1920 í Kósóvó.

Mary Luz Suarez Ortiz, f. 1970 í Kólumbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×