Innlent

Ekkert samkomulag um að ljúka þingstörfum

Ekkert samkomulag liggur fyrir á Alþingi um að ljúka þingstörfum en samkvæmt starfsáætlun átti þingi að ljúka í gær.

Ellefu mál er á dagskrá Alþingis í dag og hófst þingfundur klukkan tíu. Forystumenn flokkanna hafa fundað um stöðuna og búist er við áframhaldandi fundarhöldum í dag og á morgun.

Mikill ágreiningur ríkir um afgreiðslu stjórnarskrárfrumvarps formanna stjórnarflokkanna og bjartrar framtíðar.

Málið var afgreitt úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á fimmtudag en ekki liggur fyrir hvenær frumvarpið fer í aðra umræðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×