Innlent

Öflug norðurljós vegna kórónugoss á sólinni

Norðurljósin eru fallegt sjónarspil. Það má því búast við fallegum næturhimni í kvöld.
Norðurljósin eru fallegt sjónarspil. Það má því búast við fallegum næturhimni í kvöld.
Það eru líkur á góðu norðurljósaveðri með talsverðri virkni í kvöld samkvæmt norðurljósaspá Veðurstofu Íslands. Ástæðan er Kórónugos sem varð á sólinni í gærmorgun og mikið ský rafhlaðinna einda þeyttist út í geiminn.

Hluti þess er á leið til jarðar á miklum hraða. Eindaskýið kemur líklega til jarðar síðdegis í dag eða í kvöld, en nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir. Því má búast við öflugum norðurljósum um helgina.

Bestu aðstæðurnar eru líklega á Suðurlandi og í uppsveitum suðvestan og vestanlands. Léttskýjað að mestu sunnantil á landinu og á Vesturlandi. Vestast á landinu gæti þó háskýjaslæða legið yfir um tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×