Innlent

Bruggarar á Hvanneyri handteknir

Lögreglan á Borgarnesi gerði 50 lítra af landa upptækan síðdegis í gær þegar húsleit var framkvæmd í heimahúsi á Hvanneyri. Þá fundust einnig sjö hundrað lítra tunnur sem í var gambri. Lögreglan lagði svo hald á tæki til bruggunar.

Fjórir voru boðaðir í skýrslutöku vegna málsins sem telst upplýst að mestu leytinu til. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þá er talið að þeir sem stóðu að brugguninni hafi ætlað að selja áfengið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×