Innlent

Gestir bóki tíma í Bláa lónið

Búist er við metfjölda gesta í Bláa lónið  í sumar. Fyrir vikið verður opnunartími meðal annars lengdur. Fréttablaðið/Valli
Búist er við metfjölda gesta í Bláa lónið í sumar. Fyrir vikið verður opnunartími meðal annars lengdur. Fréttablaðið/Valli

Gestir Bláa lónsins þurfa framvegis að bóka tíma í lónið fyrirfram á vefnum. Geri þeir það ekki er hætta á að þeir komist ekki að. Þá verður rukkað fyrir skoðunarferðir um staðinn þótt viðkomandi gestir fari ekki ofan í lónið.

Þetta eru tvær ráðgerðra breytinga á þjónustu Bláa lónsins sem taka gildi í sumar. „Við eigum von á metfjölda gesta í Bláa lónið í sumar. Lónið er hins vegar takmörkuð auðlind og með þessum breytingum viljum við standa vörð um sjálfbærni lónsins og upplifun gesta,“ segir Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa lónsins og bætir við að lónið verði opið til klukkan tólf á miðnætti yfir hásumarið í stað klukkan níu að kvöldi áður. Þá segir Magnea að breytingarnar, sem taka gildi 1. júní, verði vel kynntar á næstu vikum, ekki síst fyrir ferðaskrifstofum og öðrum sem skipuleggja ferðir í Bláa lónið.

Á síðasta ári lögðu tæplega 600 þúsund gestir leið sína í Bláa lónið en þar af skoðuðu 112 þúsund staðinn án þess að fara ofan í lónið sjálft. Frá og með 1. júní þurfa þeir gestir að greiða 10 evrur fyrir heimsóknina, um 1.600 krónur. Einni evru af tíu verður varið til uppbyggingar á ferðaþjónustu á Reykjanesi. - áp, mþlAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.